Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. desember 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vermaelen frá í mánuð - Barca vantar miðvörð
Vermaelen er gífurlega öflugur varnarmaður þegar hann er heill.
Vermaelen er gífurlega öflugur varnarmaður þegar hann er heill.
Mynd: Getty Images
Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen verður frá vegna meiðsla þar til um miðjan janúar og mun Barcelona því aðeins vera með tvo liðtæka miðverði í næstu leikjum.

Vermaelen er þekktur fyrir að vera mikill meiðslapési en hann hefur aðeins komið við sögu í 28 deildarleikjum á fjórum árum hjá Barcelona.

Börsungar eru einungis með fjórða miðverði í leikmannahóp sínum og líklegt að Luis Enrique þjálfari muni nota miðjumenn, bakverði eða unglinga til að fylla í skarðið.

Samuel Umtiti er frá þar til í apríl þannig Gerard Pique og Clement Lenglet eru einu miðverðirnir sem geta spilað. Næsti leikur Börsunga er á laugardaginn gegn Celta Vigo og honum fylgir rúmlega tveggja vikna jólafrí.

Meiðsli Vermaelen gætu verið alvarlegt vandamál fyrir Barca ef liðið krækir sér ekki í annan miðvörð í janúarglugganum, enda á liðið fimm leiki á tveimur vikum í janúar.

Vermaelen reif vöðva á kálfa í 0-5 sigri gegn Levante um helgina er Barcelona náði þriggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner