Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. desember 2018 14:29
Magnús Már Einarsson
Viðar Ari á förum frá Brann - Til Noregs eða Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson er að öllum líkindum á förum frá norska félaginu Brann.

Viðar Ari kom til Brann frá Fjölni fyrir tæpum tveimur árum en síðastliðið sumar var hann á láni hjá FH í Pepsi-deildinni.

Bergens Tidende segir frá því í dag að sænska úrvalsdeildarliðið Örebro hafi áhuga á að fá Viðar Ara í sínar raðir.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Viðars, segir að ekkert sé öruggt ennþá en nokkur félög hafa sýnt leikmanninum áhuga.

„Þetta er ekki komið á hreint en það eru nokkur lið með áhuga. Bæði frá Svíþjóð og Noregi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Viðar Ari er 24 ára gamall en hann á fimm A landsleiki að baki á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner