Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. janúar 2019 10:50
Magnús Már Einarsson
Albert Watson ekki áfram hjá KR
Watson í leik með KR síðastliðið sumar.
Watson í leik með KR síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Norður-írski varnarmaðurinn Albert Watson verður ekki áfram hjá KR á næsta tímabili en hann hefur komist að samkomulagi um starfslok hjá félaginu. Belfast Live greinir frá þessu.

Hinn 33 ára gamli Watson gerði tveggja ára samning við KR fyrir síðasta tímabil.

Watson spilaði fjórtán leiki í Pepsi-deildinni með KR en hann er nú á förum.

Larne sem er á toppnum í B-deildinni í Norður-Írlandi hefur áhuga á Watson samkvæmt Belfast Live. Sömu sögu er að segja af Ballymena United og Linfield í úrvalsdeildinni í Norður-Írlandi.

Einnig er möguleiki á að Watson fari aftur til Ameríku en hann var í fimm ár hjá FC Edmonton í Kanada áður en hann gekk í raðir KR.

Komnir:
Alex Freyr Hilmarsson frá Víkingi R.
Arnþór Ingi Kristinsson frá Víkingi R.
Tobias Thomsen frá Val
Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni

Farnir:
Albert Watson
Athugasemdir
banner
banner
banner