fös 18. janúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Andri: Hefði örugglega bilast ef ég hefði ekki jafnað metið
Andri sussar á stuðningsmenn Fjölnis eftir að hafa jafnað markametið.
Andri sussar á stuðningsmenn Fjölnis eftir að hafa jafnað markametið.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Andri Rúnar Bjarnason komst í sögubækurnar sumarið 2017 þegar hann skoraði 19 mörk með Grindavík og jafnaði markametið í efstu deild á Íslandi. Andri á nú metið ásamt Pétri Péturssyni, Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Guðmundi Torfasyni.

Andri var kominn með 18 mörk fyrir síðustu tvo leiki sumarsins gegn Grindavík og Fjölni. Hann náði að jafna metið með sigurmarki undir lokin gegn Fjölni í lokaumferðinni.

„Þetta var mikill léttir. Ef ég hefði ekki skorað í síðustu tveimur leikjunum eftir allt þetta hype allt sumarið þá hefði ég örugglega bilast í nóvember og desember. Ég hefði hugsað um þetta á hverjum degi," sagði Andri Rúnar í Miðjunni á Fótbolta.net.

Andri hafði fengið gullið tækifæri fyrr í leiknum gegn Fjölni til að jafna metið. Hann skaut þá í stöngina úr vítaspyrnu.

„Ég var á því að ég myndi fá annað færi í leiknum og þá myndi ég skora. Þetta var extra sætt því stuðningsmenn þeirra voru búnir að syngja alla leikinn söngva eins og 'Tryggvi Guðmunds er betri en þú.' Ég hef aldrei gert þetta áður en ég hljóp til þeirra og sussaði á þá."

Í Miðjunni fer Andri einnig yfir það hvernig hann undirbjó sig fyrir leiki með Grindavík sumarið 2016 þegar hann raðaði inn mörkum.

Smelltu hér til að hlusta á Andra í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner