fös 18. janúar 2019 12:15
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Bilið að breikka í úrvalsdeildinni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Fyrir almennan áhugamann þá lítur út fyrir að bilið sé að breikka og breikka í úrvalsdeildinni," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Arnar telur að fimm efstu liðin í fyrra, Valur, Stjarnan, Breiðablik, KR og FH séu að færast lengra frá liðunum þar fyrir neðan.

„Þetta eru ógnvænlegar tölur sem liðin eru að fá úr Evrópukeppninni og frábærir hópar sem þau eru búin að safna."

„KR hefur verið svolítið undir radarnum en ég sá þá gegn Fram um helgina og þeir litu virkilega vel út."


Arnar nefndi tvö lið fyrir utan topp fimm sem hafa verið að gera mest á leikmannamarkaðinum í vetur.

„KA hefur gefið aðeins í og fengið 3-4 mjög góða leikmenn.
Skaginn er að klóra í bakkann líka og líta vel út."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner