banner
   fös 18. janúar 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deeney fær rúmlega 3 milljónir króna í sekt
Mynd: Getty Images
Troy Deeney hefur verið dæmdur til að greiða enska knattspyrnusambandinu 20 þúsund pund í sekt fyrir ummæli sín eftir 3-3 jafntefli Watford gegn Bournemouth.

Deeney, sem er sóknarmaður Watford, var ósáttur með dómara leiksins og lét það í ljós í viðtali að leikslokum. Það er skýrt reglubrot og því var hann ákærður.

Aganefndin komst að því að ásættanleg refsing væri 20 þúsund punda sekt, en Deeney er launahæsti maður Watford með um 100 þúsund pund í vikulaun.

Watford er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á heimaleik við fallbaráttulið Burnley á laugardaginn. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru þó búnir að vinna þrjá í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner