Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 07:52
Elvar Geir Magnússon
Emery ræddi við Özil - Þarf að finna stöðugleika
Mesut Özil er ekki að finna sig.
Mesut Özil er ekki að finna sig.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, segist ekki vera að hugsa út í að Mesut Özil yfirgefi félagið en vill fá meiri stöðugleika frá Þjóðverjanum. Özil er launahæsti leikmaður félagasins en hefur ekki byrjað síðustu fjóra leiki.

Hann var meiddur á hné í tveimur af þeim leikjum en hann var ekki í leikmannahópnum í 1-0 tapinu gegn West Ham.

Emery segir að Özil gæti spilað gegn Chelsea á laugardag.

„Ég hef rætt við hann því ég vil sjá stöðugleika frá honum. Hann hefur glímt við meiðsli og stundum er hann leikfær en stundum ekki. Ég vil að allir leikmenn vinni sömu vinnu á hverjum degi til að vera klárir í hvern leik," segir Emery.

„Í mínum augum er Mesut eins og hver annar leikmaður. Ef hann er klár þá spilar hann með okkur á laugardag. Hann hefur æft vel síðustu tvær vikur og ég held að hann ætti að vera með."

Özil spilaði síðast heilan leik þann 12. desember og umræða um hvort hann gæti yfirgefið Arsenal í janúarglugganum.

„Ég er ekki að hugsa út í það. Ég hugsa út í það hvernig hann getur hjálpað okkur með góðum frammistöðum," segir Emery.

Sjá einnig:
Segir að Özil sé orðið sama um fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner