fös 18. janúar 2019 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Genoa ætlar að fá Pjaca frá Juventus
Marko Pjaca í baráttunni með Juventus
Marko Pjaca í baráttunni með Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Genoa er í viðræðum við Juventus um að fá króatíska leikmanninn Marko Pjaca á láni út tímabilið en Sky Italia greinir frá þessu.

Pjaca er 23 ára gamall og er á láni hjá Fiorentina en hefur ekki fengið mikinn spiltíma og hefur aðeins skorað eitt og lagt upp eitt mark í 16 leikjum.

Fiorentina borgaði Juventus 2 milljónir evra fyrir lánið og átti möguleika á því að kaupa Pjaca á 20 milljónir evra en nú virðist hann á leið til Genoa.

Genoa er að ganga frá lánssamningi við Juventus á Stefano Sturaro og þá er félagið að reyna að bæta hópinn frekar á næstu dögum.

Pjaca myndi koma til með að spila á vængnum hjá Genoa og þá yrði Christian Kouame færður í framherjastöðuna þar sem markaskorarinn knái, Krysztof Piatek, er á leið til AC Milan fyrir 40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner