fös 18. janúar 2019 09:39
Elvar Geir Magnússon
Hringekjan með Higuain, Morata og Piatek virðist ganga upp
Morata er sagður hafa náð samkomulagi við Atletico Madrid.
Morata er sagður hafa náð samkomulagi við Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Sagt er að argentínski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain sé á leið í læknisskoðun hjá Chelsea. Higuain er leikmaður Juventus en hefur verið á láni hjá AC Milan.

Talað er um að Higuain muni þá fara til Chelsea á lánssamningi út tímabilið en klásúla verði um kaup næsta sumar.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, treystir Higuain í sitt leikkerfi en leikmaðurinn blómstraði undir hans stjórn hjá Napoli.

Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata er líklega á förum frá Chelsea en spænski fótboltasérfræðingurinn Guillem Balague segir hann hafa komist að samkomulagi við Atletico Madrid.

Morata hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea en hann hefur skorað níu mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Flest bendir til þess að AC Milan muni fylla í skarðið sem Higuain skilur eftir sig með því að fá Krzysztof Piatek, pólska sóknarmanninn sem hefur raðað inn mörkum frá Genoa. Ítalskir fjölmiðlar segja það formsatriði fyrir Milan að ganga frá kaupum á Piatek.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner