Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. janúar 2019 14:09
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace
Mynd: Guardian
Á morgun laugardag klukkan 15:00 mætast Liverpool og Crystal Palace á Anfield í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool trónir á toppi deildarinnar með 57 stig en Palace er í 14. sæti með 22 stig.

Meiðsli herja á vörn Liverpool eftir að Trent Alexander-Arnold meiddist á hné.

Guardian lætur James Milner sem hægri bakvörð í líklegu byrjunarliði og Fabinho í miðvörðinn.

Joel Matip gæti þó byrjað leikinn eftir að hafa verið ónotaður varamaður um síðustu helgi.

Hinn 39 ára Julian Speroni verður líklega í marki Palace og leikur sinn fyrsta leik síðan í desember 2017.

Vicente Guaita og Wayne Hennessey eru meiddir.

Framherjinn Christian Benteke lék um síðustu helgi sinn fyrsta leik síðan í september og verður væntanlega aftur á bekknum.

Stöð 2 Sport sýnir leikinn ekki í beinni á morgun en hægt verður að sjá hann á sportbörum, meðal annars American Bar og Ölveri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner