Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool á eftir portúgölsku ungstirni - Risatilboði hafnað
Joao Felix er gríðarlega efnilegur leikmaður
Joao Felix er gríðarlega efnilegur leikmaður
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórliðið Benfica hafnaði 61 milljón punda tilboði Liverpool í Joao Felix en portúgalski miðillinn Correio da Manha heldur þessu fram.

Felix er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og er þegar farinn að heilla í Evrópuboltanum.

Hann er kominn með 6 mörk og 1 stoðsendingu í 17 leikjum fyrir Benfica á þessu tímabili og hefur þá aðeins spilað 712 mínútur.

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool lagði fram 61 milljón punda tilboð í Felix á dögunum en Benfica hafnaði því.

Felix er með klásúlú í samning sínum sem neyðir Benfica til að samþykkja tilboð upp á 105 milljón punda og var Liverpool nokkuð frá því.

Ef Benfica hefði samþykkt tilboðið þá hefði hann orðið þriðji dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Felix framlengdi samning sinn við Benfica á dögunum eftir frábæra byrjun á tímabilinu en það verður fróðlegt að sjá hvort Jürgen Klopp og hans menn í Liverpool haldi áfram að reyna við Felix.
Athugasemdir
banner
banner
banner