Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. janúar 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir engar fyrirspurnir hafa borist í Callum Wilson
Wilson er 26 ára.
Wilson er 26 ára.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segir að engar fyrirspurnir hafi borist í janúarglugganum varðandi enska sóknarmanninn Callum Wilson.

Wilson hefur verið orðaður við Chelsea en Gianfranco Zola, aðstoðarstjóri Chelsea, hlóð hann lofi í viðtali fyrir áramót.

„Ég vil ekki setja meiri pressu á Callum eða einhvern af öðrum leikmönnum mínum með því að tala um hluti sem í raun og veru skipta ekki máli," segir Howe.

„Ég mæli með því fyrir hann að einbeita sér að því að standa sig hér hjá Bournemouth."

Wilson hefur misst af síðustu tveimur leikjum Bournemouth vegna nárameiðsla. Hann er mættur til æfinga á ný en ekki er ljóst hvort hann spili gegn West Ham um helgina.

Leikurinn verður klukkan 15:00 á morgun en þess má geta að Javier Hernandez er orðinn leikfær hjá West Ham og gæti komið við sögu í leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner