Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. febrúar 2019 17:56
Elvar Geir Magnússon
Berahino ölvaður undir stýri - Segist hafa verið að flýja frá glæpamönnum
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino, sóknarmaður Stoke, var tekinn ölvaður undir stýri síðastliðna nótt. Hann sagðist hafa verið að flýja frá glæpagengi sem hafi stolið úri frá sér og ætlað að ræna bílnum hans.

Lögreglan var kölluð út klukkan 3 um nóttina vegna láta fyir utan VQ í London sem er vinsæll veitingastaður og bar.

Þessi 25 ára fyrrum leikmaður West Bromwich Albion hefur oft komist á síður blaðanna fyrir vandræði utan vallar. Hann missti ökuréttindin í eitt ár 2015 eftir ölvunarakstur.

Sjónarvottur segir að Berahino hafi verið að borða með vinum sínum á staðnum áður en lætin fóru af stað. Lögreglan var nýkomin á vettvang þegar Berahino brunaði af stað.

Hann hefur skorað þrjú mörk í 23 leikjum fyrir Stoke á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner