mán 18. febrúar 2019 13:26
Elvar Geir Magnússon
Boxleitner hættur í teymi Íslands
Sebastian Boxleitner.
Sebastian Boxleitner.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sebastian Boxleitner er hættur sem styrktar- og þolþjálfari íslenska landsliðsins. Hann greinir frá þessu á Instagram síðu sinni.

Samningur Boxleitner við KSÍ var runninn út en hann var ráðinn til starfa í ágúst 2016, á sama tíma og Helgi Kolviðsson var ráðinn aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar.

Boxleitner fór með landsliðinu í gegnum undankeppni HM og til Rússlands en hans hlutverk var meðal annars að sjá um upphitanir á æfingum liðsins.

Hans síðasta verkefni var janúarferðin til Katar.

Á Instagram síðu sinni segir hann að tíminn með Íslandi hafi verið tilfinningaríkur og að þó dyr lokist þá opnist aðrar.

„Áfram Ísland! Ég mun sakna ykkar," skrifaði Boxleitner.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner