Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. febrúar 2019 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Pogba kom, sá og sigraði á Stamford Bridge
Paul Pogba fagnar á svo eftirminnilegan hátt. Mögnuð mynd!
Paul Pogba fagnar á svo eftirminnilegan hátt. Mögnuð mynd!
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Ander Herrera ('31 )
0-2 Paul Pogba ('45 )

Manchester United er komið áfram í 8-liða úrslit enska FA-bikarsins eftir að hafa lagt Chelsea að velli, 2-0, á Stamford Bridge í kvöld.

United liðið hefur spilað glimrandi vel undir stjórn Ole Gunnar Solskjær eða frá því hann tók við liðinu af Jose Mourinho um jólin en liðið hefur aðeins tapað einum leik síðan þá og kom hann gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það var jafnræði með liðunum í kvöld, alla vega til að byrja með. Þau skiptust á færum. Sergio Romero varði meistaralega frá David Luiz og Pedro áður en Gonzalo Higuan var nálægt því að koma Chelsea yfir en þá vantaði herslumuninn.

Það var hins vegar United sem komst yfir og það með marki frá Ander Herrera. Paul Pogba átti þá magnaða sendingu á Herrera og gleymdi Marcos Alonso að fylgja honum eftir og skoraði spænski miðjumaðurinn örugglega.

Pogba bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Hann reyndist alltof sterkur í einvígi við N'Golo Kanté áður en hann kom boltanum á Marcus Rashford. Enski landsliðsmaðurinn fann þá Pogba aftur í teignum og skoraði Fransmaðurinn með góðum skalla.

Kepa Arrizabalaga átti slakan dag í markinu og voru einhverjir netverjar byrjaðir að líkja honum við þýska markvörðinn Loris Karius sem átti martraðardvöl hjá Liverpool.

Lokatölur 2-0 á Stamford Bridge eftir töluvert rólegri síðari hálfleik og United í 8-liða úrslit. Wolves, Brighton, Millwall, Crystal Palace, Manchester City, Swansea og Watford eru öll komin þangað en dregið verður í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner