Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 18. febrúar 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Fer Tottenham í þriggja vikna frí í mars?
Á leið í frí?
Á leið í frí?
Mynd: Getty Images
Möguleiki er á að Tottenham Hotspur spili ekki leik í rúmar þrjár vikur í mars.

Tottenham mætir Arsenal í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni 2. mars. 5. mars er síðari leikurinn gegn Dortmund í Meistaradeildinni og laugardaginn 9. mars er deildarleikur gegn Southampton.

Eftir það gæti Tottenham farið í frí til sunnudagsins 31. mars þegar liðið mætir Liverpool.

Ástæðan er sú að Crystal Palace fór áfram í enska bikarnum í gær og spilar í bikarnum helgina 16-17. mars. Tottenham og Crystal Palace áttu að mætast í ensku úrvalsdeildinni 17. mars í fyrsta leik á nýjum heimavelli Tottenham en sá leikur verður færður.

Eftir helgina 16-17. mars tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og því gæti Tottenham verið í löngu fríi í mars.
Athugasemdir
banner
banner