Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. febrúar 2019 12:35
Magnús Már Einarsson
Henderson tilbúinn að spila í miðverði
Klár í miðvörðinn.
Klár í miðvörðinn.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segist vera tilbúinn að spila í miðverði gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Virgil van Dijk tekur út leikbann á morgun auk þess sem miðverðirnir Joe Gomez og Dejan Lovren eru meiddir. Lovren hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná leiknum en ólíklegt þykir að hann verði í byrjunarliðinu.

Líklegast þykir að miðjumaðurinn Fabinho verði við hlið Joel Matip í hjarta varnarinnar en Henderson hefur einnig verið nefndur til sögunnar.

„Ég myndi gefa allt og ég yrði klár í það," sagði Henderson á fréttamannafundi í dag aðspurður út í það hvort hann geti spilað miðvörð. „Það skiptir ekki máli hvaða stöðu ég er beðinn um að spila. Ég gef 100% og gef allt fyrir liðið."

Henderson tjáði sig einnig um fjarveru Van Dijk. „Auðvitað er það mikill missir, þú getur séð hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Vonandi höfum við nægilega mikil gæði í liðinu til að standa okkur annað kvöld. Vonandi þurfum við ekki að treysta einungis á tvo miðverði í varnarleiknum. Þetta veltur á öllu liðinu."
Athugasemdir
banner