Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. febrúar 2019 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki á leið í pólsku úrvalsdeildina
Kristján Flóki er á leið í pólsku úrvalsdeildina
Kristján Flóki er á leið í pólsku úrvalsdeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski framherjinn Kristján Flóki Finnbogason er að ganga til liðs við pólska úrvalsdeildarfélagið Arka Gdynia. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Kristján, sem er fæddur árið 1995, er uppalinn í FH en árið 2013 samdi hann við danska stórliðið FCK.

Hann hélt aftur heim í FH eftir dvöl sína þar og stóð sig afar vel sem varð til þess að hann landaði samning hjá norska liðinu Start.

Hann var ári síðar lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Brommapojkarna er liðið var í fallbaráttu. Liðið endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og þurfti að spila í umspili til þess að halda sæti sínu en það tapaði gegn Eskilstuna og leikur því í B-deildinni á komandi tímabili.

Kristján er nú á leið í pólsku úrvalsdeildina þar sem hann mun spila með Arka Gdynia.

Hann á fjóra leiki að baki með íslenska A-landsliðinu og hefur þá tekist að skora eitt mark.

Arka Gdynia er í ellefta sæti deildarinnar með 25 stig en átta leikir eru eftir af tímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner