Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. febrúar 2019 14:06
Magnús Már Einarsson
Kristófer Óskar til Vejle á reynslu
Kristófer varð bikarmeistari með 2. flokki Fjölnis í fyrra.
Kristófer varð bikarmeistari með 2. flokki Fjölnis í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Óskar Óskarsson, ungur leikmaður Fjölnis, er farinn til danska félagsins Vejle á reynslu en hann verður við æfingar ytra í níu daga.

Kristófer er miðju og kantmaður en hann er fæddur árið 2000.

Í fyrra var Kristófer fyrirliði í 2. flokki Fjölnis þegar liðið varð bikarmeistari.

Kristófer skoraði sigurmark Fjölnis gegn íslandsmeisturum Vals í Reykjavíkurmótinu í síðasta mánuði.

Einn Íslendingur er á mála hjá Vejle en það er framherjinn Kjartan Henry Finnbogason.
Athugasemdir
banner
banner
banner