Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. febrúar 2019 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Leeds sektað fyrir að njósna um andstæðinga sína
Marcelo Bielsa sendi njósnara á æfingar hjá andstæðingum þeirra í B-deildinni
Marcelo Bielsa sendi njósnara á æfingar hjá andstæðingum þeirra í B-deildinni
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Leeds United fékk í dag 200 þúsund punda sekt fyrir að njósna á æfingu Derby County í síðasta mánuð. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, hélt langan blaðamannafund í síðasta mánuði þar sem hann útskýrði að hann væri að fylgjast grannt með öllum liðunum í B-deildinni.

Hann sagði að það færi mikil vinna í því að undirbúa liðið fyrir hvern leik en þrjú hundruð tíma vinna fer í það fyrir hvern leik.

Það hefur fengist niðurstaða í þessu máli en Leeds er gert að greiða 200 þúsund pund í sekt og þá hefur félagið fengið aðvörun.

Refsingin verður töluvert þyngri ef það reynir að beita sömu vinnubrögðum aftur. Í kjölfarið verða settar nýjar reglur en liðum verður ekki heimilt að fylgjast með æfingum annarra liða 72 tímum fyrir leiki nema liðunum sé sérstaklega boðið að mæta á æfingar.

Leeds er í 3. sæti deildarinnar með 61 stig, tveimur stigum frá toppliði Norwich City.

Athugasemdir
banner
banner