Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. febrúar 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Marcelo í basli - Tölfræðin skelfileg í síðustu leikjum hans
Í basli.
Í basli.
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn Marcelo hefur átt erfitt uppdráttar í liði Real Madrid á þessu tímabili.

Real Madrid hefur einungis unnið einn af síðustu níu leikjum þar sem Marcelo hefur verið í byrjunarliðinu á meðan betur hefur gengið í þeim leikjum sem Sergio Reguilon er í liðinu.

Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, tók Marcelo út úr liðinu fyrir að vera of þungur fyrr á tímabilinu.

Eftir 2-1 tap gegn Girona í gær birti stuðningsmaður Real Madrid tölfræði á Instagram sem kemur illa út fyrir Marcelo. Í kjölfarið svaraði Marcelo sjálfur fyrir sig með því að skrifa ummæli við myndina.

„Þetta er allt mér að kenna. Höldum áfram," sagði Marcelo í ummælum við myndina.

Athugasemdir
banner
banner
banner