Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. febrúar 2019 17:22
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Leiknir.com 
Sólon Breki skrifar undir nýjan samning við Leikni
Sólon Breki Leifsson.
Sólon Breki Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sólon Breki Leifsson hefur framlengt samning sinn við Leikni og er hann nú samningsbundinn Breiðholtsfélaginu út tímabilið 2021.

Sólon Breki var lykilmaður í framlínu Leiknismanna síðasta sumar þar sem hann skoraði ellefu mörk í fimmtán leikjum og var markahæsti leikmaður liðsins.

Á lokahófi Leiknis var Sólon valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum. Þessar fréttir munu því vafa lítið gleðja stuðningsmenn Leiknis.

„Mér líður stórkostlega með að hafa framlengt samning minn við Leikni og er spenntur fyrir því að vera hér áfram og hjálpa liðinu og bæta minn leik enn frekar," sagði Sólon við heimasíðu Leiknis.

Leiknir hafnaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra en eftir tímabilið tók Stefán Gíslason við þjálfun liðsins.
Athugasemdir
banner
banner