Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. febrúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær um Sanchez: Eins og með flösku af tómatsósu
Hefur átt erfitt uppdráttar.
Hefur átt erfitt uppdráttar.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er bjartsýnn á að Alexis Sanchez eigi eftir að ná sér betur á strik með liðinu.

Sanchez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Arsenal í fyrra og einungis skorað fimm mörk.

Solskjær telur þó að um leið og Sanchez kemst í gang fari mörkunum að rigna hjá honum.

„Ég tel að hann sé mjög góður leikmaður. Hann er mjög hæfileikaríkur en auðvitað getur þú bara talað svona og svona mikið um það," sagði Solskjær.

„Ég er viss um að það myndi lyfta sjálfstraustinu hans ef hann myndi ná marki. Það er það sem þetta snýst um þegar þú gengur í gegnum tímabil þar sem þú nærð ekki að vera upp á þitt besta."

„Við vitum að það er mjög góður leikmaður þarna. Þetta er eins og með flösku af tómatsósu. Ekkert gerist fyrst en þegar þetta kemur þá kemur þetta. Ég er viss um að hann verði í góðu lagi."

Sanchez gæti fengið tækifærið í byrjunarliðinu gegn Chelsea í bikarnum í kvöld þar sem bæði Jesse Lingard og Anthony Martial eru meiddir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner