Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 18. febrúar 2019 10:10
Elvar Geir Magnússon
Spáir því að Rashford og Lukaku byrji í kvöld
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
Stórleikur umferðarinnar í FA-bikarnum er í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Manchester United.

United vonast til að vinna keppnina í 13. sinn en liðinu býður erfitt verkefni.

Ole Gunnar Solskjær verður án tveggja leikmanna sem skinið hafa skært síðan hann tók við, Anthony Martial og Jesse Lingard eru á meiðslalistanum.

Sergio Romero verður væntanlega í markinu og David de Gea á bekknum.

David McDonnell, blaðamaður Mirror, býst við því að Solskjær verði með þetta byrjunarlið:

Romero, Young, Lindelöf, Jones, Shaw, Matic, Herrera, Pogba, Sanchez, Lukaku, Rashford.

Leikurinn í kvöld hefst 19:30
Athugasemdir
banner
banner