Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. febrúar 2019 12:41
Elvar Geir Magnússon
Telja að breytingarnar gengisfelli 2. deild
Úr leik Völsungs og Kára í 2. deildinni í fyrra.
Úr leik Völsungs og Kára í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Á ársþingi KSÍ fyrir rúmri viku var samþykkt að fjölga leyfilegum skiptingum í 2. deild karla úr þremur í fimm á lið. Rætt var um þessa breytingu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina en þar voru menn ekki hrifnir af breytingunum,

„Nú er það bara í Pepsi- og Inkasso-deildunum þar sem spilað er með þrjár skiptingar, eðlilegar skiptingar. Þar sem spilað er eftir eðlilegum fótboltareglum. Mér finnst þetta gengisfella 2. deild rosalega mikið. Þetta var ein skemmtilegasta keppni síðasta sumars en mér finnst þetta gera deildina sjoppulega," sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

„Ég get tekið undir það, þó ég myndi kannski ekki nota orðið sjoppulegt. Mér finnst þetta gengisfella deildina," sagði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, sem var gestur í þættinum.

Hann sagði að Magnús Þór Jónsson, formaður ÍR, hefði komið í pontu á ársþinginu og lagt til að komið yrði í veg fyrir að það yrðu tíu skiptingar í seinni hálfleik.

„Það hlaut ekki sérstakt brautargengi en það hefði að minnsta kosti hjálpað eitthvað til. 2. deildin var frábær síðasta sumar og var að ná flugi gæðalega séð og áhuginn á henni mikill," sagði Þórir og Elvar bætti við:

„Ofan á þetta spila Leiknir Fáskrúðsfirði og Kári í höllum þar sem er lágt til lofts og þar kemur þessi umtalað reglu um dómaraköstin. Ég horfði á leik ÍA og Leiknis (í Lengjubikarnum) og maður hristi bara hausinn og hló. Þetta er allt önnur íþrótt þegar komin eru dómaraköst út allan leikinn," sagði Elvar.

„2. deildin mun einkennast af skiptingum, dómaraköstum og innanhússleikjum. Ég er bara pirraður yfir þessu. Það lagði einhver til á Twitter að leiktíminn yrði 110 mínútur svo það yrði spilaður einhver fótbolti."

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner