Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 18. febrúar 2019 15:15
Elvar Geir Magnússon
Telur að PSG og Man City séu sigurstranglegust í Meistaradeildinni
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Cross, íþróttastjóri Daily Mirror, telur að Paris Saint-Germain sé það lið sem sé með besta vopnabúrið til að fara alla leið og vinna Meistaradeild Evrópu.

„Ég tel að þeir séu einfaldlega með besta leikmannahóp í Evrópu og geta því klárlega unnið titilinn. Þeir eru með betri hóp en Man City, Barcelona, Real Madrid og hinir," segir Cross.

„Kylian Mbappe er mest spennandi ungi framherjinn og þeir unnu Manchester United á útivelli án þess að vera með Cavani og Neymar."

„Samt sem áður er ég ekki sannfærður um að PSG muni vinna þetta. Liðið hefur mistekist þegar kemur að Meistaradeidinni, þrátt fyrir ríkidæmi sitt og hæfileika."

„Ég tel enn Manchester City líklegasta liðið, þrátt fyrir að erfitt sé að vinna bæði ensku deildina og Meistaradeildina. En þegar á hólminn er komið þarftu líka að treysta á heppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner