Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. febrúar 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal vildi að Man Utd myndi ráða Giggs
Van Gaal og Giggs.
Van Gaal og Giggs.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal sagði æðstu mönnum hjá Manchester United á sínum tíma að Ryan Giggs ætti að taka við af sér þegar samningur hans myndi renna út.

Van Gaal entist þó ekki út samninginn því hann var rekinn þegar United náði ekki Meistaradeildarsæti 2015-16 tímabilið.

Giggs var aðstoðarmaður Hollendingsins.

„Þið vitið hvernig Louis er. Hann sagði við Ed Woodward (framkvæmdastjóra United): 'Ég verð stjóri í þrjú ár og svo tekur Ryan við' - Enginn annar gaf mér nein loforð," segir Giggs.

„Eftir að hafa unnið með Louis þá taldi ég mig meira en tilbúinn. Ég veit að þetta gekk ekki hjá United en Louis var frábær fyrir mig, hann er kennari."

Giggs tók við landsliðsþjálfarastarfi Wales á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner