Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. febrúar 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Verðmæti Piatek hefur tvöfaldast á skömmum tíma
Krzysztof Piatek.
Krzysztof Piatek.
Mynd: Getty Images
Krzysztof Piatek var seldur frá Genoa til AC Milan á 35 milljónir evra í síðasta mánuði. Giorgio Perinetti, framkvæmdastjóri Genoa, segir að verðmæti hans í dag sé 70-80 milljónir evra.

Eftir að Genoa missti Piatek fékk félagið paragvæska sóknarmanninn Antonio Sanabria lánaðan frá Real Betis. Hann hefur staðið sig virkilega vel og er kominn með þrjú mörk í fjórum leikjum.

Piatek hafði raðað inn mörkunum með Genoa á fyrri hluta þessa tímabils áður en hann var keyptur til Milan. Hann er kominn með sex mörk í fimm leikjum fyrir Milan. Hann er búinn að skora þessi sex mörk á 310 mínútum, en það er nýtt met hjá Mílanó-félaginu. Hann bætir met Svíans Gunnar Nordahl sem skoraði sex mörk á 419 mínútum á sínum tíma.

Piatek er 23 ára Pólverji en hann var frekar óþekktur áður en hann kom í ítalska boltann fyrir tímabilið. Hann spilaði í fyrra með Cracovia í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner