Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. febrúar 2021 22:10
Aksentije Milisic
Evrópudeildin: Jafnt hjá Arsenal - Napoli tapaði gegn Granada
Mynd: Getty Images
Fabian svekktur og leikmenn Granada fagna í bakgrunni.
Fabian svekktur og leikmenn Granada fagna í bakgrunni.
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum var nú að ljúka í Evrópudeildinni en leikið er í 32-liða úrslitum.

Arsenal og Benfica áttumst við í Róm en þetta var heimaleikur Benfica. Leikurinn í kvöld var fjörugur og þá sérstaklega síðari hálfleikurinn.

Í fyrri hálfleik stjórnaði Arsenal ferðinni en aðeins eitt færi leit dagsins ljós og var það algjört dauðafæri. Pierre-Emerick Aubameyng þurfti þá einungis að senda boltann yfir línuna en hann hitti ekki á markið.

Fyrsta mark leiksins kom á 55. mínútu og það gerði Pizzi af vítapunktinum. Emile Smith-Rowe handlék þá knöttinn inn í eigin vítateig og vítaspyrnan dæmd.

Það tók Arsenal hins vegar stuttan tíma að jafna leikinn og það mark kom eftir flotta sókn. Cedric átti fyrirgjöf á Buyako Saka sem kom boltanum yfir línuna og mikilvægt útivallarmark hjá Arsenal staðreynd.

Bæði lið sóttu til sigurs en meira var ekki skorað. Aubameyang fékk tvö góð færi til viðbótar en þetta var ekki hans dagur fyrir framan markið.

Napoli heimsótti Granada til Spánar og þar litu óvænt úrslit dagsins ljós. Heimamenn unnu mjög góðan 2-0 sigur og fara því með flott úrslit til Ítalíu fyrir síðari leik liðanna.

Rangers vann mjög dramatískan sigur á Royal Antwerp en leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 3-4 sigri gestanna frá Skotlandi.

Björn Bergmann Sigurðarson lék 65. mínútur fyrir Molde sem gerði 3-3 jafntefli gegn Hoffenheim og þá vann Ajax góðan útisigur á Lille.

Öll úrslit frá leikjunum sem hófust klukkan 20 má sjá hér fyrir neðan.

Benfica 1 - 1 Arsenal
1-0 Pizzi ('55 , penalty goal)
1-1 Bukayo Saka ('58 )

Antwerp 3 - 4 Rangers
0-1 Joe Aribo ('38 )
1-1 Felipe Avenatti ('45 )
2-1 Lior Refaelov ('45 , penalty goal)
2-2 Borna Barisic ('59 , penalty goal)
3-2 Martin Hongla ('66 )
3-3 Ryan Kent ('83 )
3-4 Borna Barisic ('90 , penalty goal)

Rautt spjald: Abdoulaye Seck, Antwerp ('89)

Salzburg 0 - 2 Villarreal
0-0 Paco Alcacer ('29 , missed penalty)
0-1 Paco Alcacer ('41 )
0-2 Fer Nino ('71 )

Molde 3 - 3 Hoffenheim
0-1 Munas Dabbur ('8 )
0-2 Munas Dabbur ('28 )
1-2 Martin Ellingsen ('41 )
1-3 Christoph Baumgartner ('45 )
1-3 Munas Dabbur ('63 , missed penalty)
2-3 Eirik Andersen ('70 )
3-3 David Datro Fofana ('74 )

Granada CF 2 - 0 Napoli
1-0 Yangel Herrera ('19 )
2-0 Kenedy ('21 )

Maccabi Tel Aviv 0 - 2 Shakhtar D
0-1 Alan Patrick ('31 )
0-2 Tete ('90 )

Lille 1 - 2 Ajax
1-0 Tim Weah ('72 )
1-1 Dusan Tadic ('87 , penalty goal)
1-2 Brian Brobbey ('89 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner