fim 18. febrúar 2021 18:45
Aksentije Milisic
Tuchel vill fá miðjumann Mönchengladbach
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, fylgist grannt með gangi mála hjá Jonas Hofmann, miðjumanni Mönchengladbach en hann er talinn á útleið frá félaginu.

Marco Rose, þjálfari Mönchengladbach, hættir með liðið eftir tímabilið og tekur við Borussia Dortmund. Talið er að nokkrir leikmenn muni í kjölfarið yfirgefa félagið og er Hofmann einn af þeim.

Tuchel þjálfari Hofmann hjá Dortmund á sínum tíma og þýska blaðið Bild heldur því fram að hann hafi áhuga á að fá Hofmann til Chelsea í sumar.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur verið í fimm ár hjá Mönchengladbach en hann er sagður vilja breyta til og gæti London verið næsti áfangastaður.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þýskaland seint á síðasta ári en hann er talinn vera falur á um 14 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner