mán 18. mars 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Áhorfendamet slegið á kvennaleik í gær
Mynd: Getty Images
Nýtt áhorfendamet var slegið á Spáni í gær þegar tæplega 61.000 manns mættu á leik Atletico Madrid og Barcelona í kvennaboltanum.

Aldrei hafa jafn margir mætt á kvennaleik í Evrópu.

Leikið var á Metropolitano-vellinum en hann er einmitt heimavöllur Atletico Madrid. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á vellinum þann 1. júní.

Frítt var á völlinn fyrir stuðningsmenn Atletico Madrid í leiknum en fimm evrur kostaði fyrir hinn almenna borgara.

Um var að ræða risaleik í spænsku úrvalsdeildinni en þessi lið eru þau tvö langefstu í deildinni. Barcelona hafði betur í leiknum, 0-2. Atletico situr þrátt fyrir tapið á toppi deildarinnar, með þremur fleiri stig en Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner