mán 18. mars 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Gat ekki sleppt því að velja Quagliarella
Balotelli ekki tilbúinn
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini er búinn að velja ítalska landsliðshópinn fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Lichtenstein í undankeppni fyrir EM 2020.

Hinn 36 ára gamli Fabio Quagliarella er í landsliðshópnum en hann er markahæsti maður ítölsku deildarinnar með 21 mark fyrir Sampdoria.

„Við verðum að vinna þennan leik, Finnland er með líkamlega sterkt lið sem mun ekki gera okkur auðvelt fyrir. Við erum án Insigne og þess vegna þurfum við að breyta til í byrjunarliðinu," sagði Mancini.

„Ég gat ekki sleppt því að velja Quagliarella í hópinn, hann er búinn að vera ótrúlegur á tímabilinu. Hann er að verða gamall en hann getur ennþá lagt sitt af mörkum fyrir landsliðið.

„Zaniolo er að gera mjög vel með Roma og ég sé hann fyrir mér á miðjunni. Hann er mjög sterkur líkamlega og hættulegur í sóknarleiknum."


Mancini valdi ekki Mario Balotelli í hópinn. Hann telur sóknarmanninn ekki vera tilbúinn, en Balotelli hefur verið í góðu formi eftir félagaskipti til Marseille í janúar.

Markverðir: Sirigu, Donnarumma, Perin, Cragno

Varnarmenn: Chiellini, Bonucci, Florenzi, Romagnoli, Spinazzola, Biraghi, Piccini, Izzo, Mancini

Miðjumenn: Verratti, Jorginho, Cristante, Barella, Sensi, Zaniolo

Sóknarmenn: Immobile, Quagliarella, El Shaarawy, Bernardeschi, Chiesa, Lasagna, Politano, Grifo, Kean, Pavoletti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner