Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. mars 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Messi og Ronaldo á óskalista Beckham
Mynd: Getty Images
David Beckham hefur undanfarin ár unnið að stofnun nýs félags í Miami sem mun hefja keppni í MLS deildinni árið 2020.

Beckham er eigandi félagsins ásamt fleiri aðilum og eru þeir nú farnir að huga að því að fá til sín leikmenn enda einungis tæpt ár í að MLS-deildin árið 2020 hefjist.

Beckham segir að allir eigendur liða vilji hafa Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í sínu liði.

„Auðvitað eru þeir á óskalistanum okkar. Ef við skoðum samt hvernig Lionel og Cristiano eru að spila núna í dag þá ráða þeir auðveldlega við það að spila í bestu liðum í heimi. Ég sé þá ekki koma hingað, ekki strax að minnsta kosti," segir Beckham.

„Aldrei að segja aldrei og auðvitað vonast ég til þess að þeir komi hingað einn daginn. Þetta er fótbolti og það getur allt gerst."
Athugasemdir
banner
banner
banner