Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2019 11:03
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA með fagnaðarlæti Ronaldo til skoðunar
Mynd: Getty Images
Fregnir voru að berast rétt í þessu að evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skoða mál Atletico Madrid gegn Cristiano Ronaldo.

Spænska félagið sendi inn kvörtun við fagnaðarlátum Ronaldo eftir að hann skoraði þrennu og sló Atletico úr Meistaradeildinni í síðustu viku.

Ronaldo hermdi eftir umtöluðu fagni Diego Simeone úr fyrri leik liðanna sem Atletico vann 2-0.

Fagnið má sjá hér fyrir neðan. Það sem gæti bjargað Ronaldo er að hann beindi fagninu að stuðningsmönnum Juve en ekki Atletico.

UEFA ætlar að ákæra Ronaldo vegna fagnsins en óljóst er hver refsingin gæti orðið. Diego Simeone fékk 20 þúsund evra sekt fyrir fagnið sitt eftir fyrri leikinn.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner