mið 18. mars 2020 10:05
Elvar Geir Magnússon
Enski boltinn kláraður á hlutlausum völlum án áhorfenda?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur fund á morgun en The Sun segir að smíðuð hafi verið sérstök neyðaráætlun til að reyna að klára þá 92 leiki sem eftir eru í deildinni.

Þar er sagt að enska úrvalsdeildin sé tilbúin að láta alla leikina sem eru eftir fara fram bak við luktar dyr. Leikirnir yrðu á misjöfnum tímum og allir sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu.

Þá myndu leikirnir vera spilaðir á tveimur til þremur hlutlausum völlum, líklegast í Miðlöndum Bretlands.

Fleiri en einn leikur gæti farið fram á sama deginum á sama velli. Með því að nota færri velli þá er hægt að halda sjúkra- og lögregluliði í lágmarki.

Sjá einnig:
Mjög langt í að enski boltinn komist aftur af stað?
Athugasemdir
banner
banner
banner