Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. mars 2020 08:34
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs: Býst við að Íslandsmótinu verði frestað fram í byrjun maí
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að á döfinni sé að fresta Íslandsmótinu í fótbolta.

„Við verðum að bregðast við. Ég geri frekar ráð fyrir því að við munum fresta mótinu eitthvað. Þar sem búið er að fresta Evrópumótinu fáum við aukið svigrúm," sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og Stöð 2.

Guðni segir að stjórnarfundur sé á dagskrá á morgun en býst við því að niðurstaðan verði sú að upphaf Íslandsmótsins færist aftar.

„Mögulega eitthvað fram í byrjun maí. Ég á von á því að það verði niðurstaðan hjá okkur."

KSÍ hefur fengið gagnrýni fyrir að gefa ekki út skýrari fyrirmæli um hvernig ráðlegt er að félög haldi úti æfingum en Guðni segir að beðið sé eftir upplýsingum heilbrigðisyfirvalda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner