Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. mars 2020 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hugsað sérstaklega um Sextíu-Sígarettu Sarri
Mynd: Getty Images
Juventus passar vel upp á stjóra sinn Maurizio Sarri vegna kórónaveirunnar sem nú þegar hefur greinst hjá nokkrum leikmönnum félagsins.


Sarri var með lungnabólgu síðasta sumar og reykir daglega um sextíu sígarettur. Eftir að tveir leikmenn Juventus greindust með veiruna var ákveðið að Sarri ásamt öllum leikmönnum og flestum starfsmönnum færu í einangrun.

Bæði Blaise Matuidi og Daniele Rugani hafa greinst með veiruna og prófið sem Sarri fór í reyndist neikvætt. Þrátt fyrir það er mikið eftirlit með hinum 61 árs gamla Sarri þar sem hann er mikill reykingarmaður.

Það þýðir að ítalski stjórinn er í meiri hættu þar sem lungnaveikir og aðrir langveikir ættu í meiri erfiðleikum að ná sér ef þeir veikjast.
Athugasemdir
banner
banner