Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. mars 2020 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leboeuf segir van Dijk betri en Vidic upp á sitt besta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrrum varnarmaður Chelsea, Frank Leboeuf, steig í dag inn á hættusvæði. Hann bar saman Virgil van Dijk, miðvörð Liverpool, og Nemanja Vidic, fyrrum miðvörð Manchester United.

Leboeuf er á þeirri skoðun að van Dijk sé betri varnarmaður þegar þessir tveir eru bornir saman.

Van Dijk var í lykilhlutverki þegar Liverpool vann Meistaradeildina síðasta vor og hefur verið eins og klettur í vörn liðsins sem er langefst á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Vidic er goðsögn hjá United fyrir tíma sinn hjá félaginu en hann kom til liðsins í janúar 2006 og fór sumarið 2014. Hjá félaginu vann Vidic fimm úrvalsdeildartitla og Meistaradeildina.

Þrátt fyrir bikarskáp Serbans verður van Dijk fyrir valinu hjá Leboeuf fyrir valinu ef það þarf að gera upp á milli þessara tveggja.

„Ég myndi velja van Dijk," segir Leboeuf við ESPN. „Mér finnst hann heilsteyptari af þessum tveimur."

„Ég elskaði Vidic því hann var eins og hundur á velli og frábær varnarmaður en van Dijk getur leitt sitt lið og getur séð um stærra svæði."

„Mér finnst eins og Vidic hefði ekki getað valdað jafnstórt svæði og van Dijk getur. Ég tek samt hatt minn ofan fyrir Vidic."


Í könnun Sky Sports í október varð Vidic fyrir valinu eftir að hann og Van Dijk voru efstu tveir í kosningu um besta miðvörð í sögu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner