Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. mars 2020 17:00
Miðjan
Lenti í mútumáli en var sýknaður
Liðsfélagar voru dæmdir í löng bönn
Lárus Guðmundsson.
Lárus Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Guðmundsson spilaði á ferli sínum leik í Belgíu þar sem búið var að múta liðsfélögum hans. Lárus vissi hins vegar ekkert af því þegar hann spilaði leikinn. Lárus ræddi málið í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni en um var að ræða leik með Genk gegn Standard Liege sem þurfti sigur til að tryggja sér belgíska meistaratitilinn.

„Með sigri í leiknum hefðu þeir orðið meistarar. Við höfðum ekki að neinu að keppa og úrslitaleikurinn í Belgíu var framundan hjá okkur," sagði Lárus.

Tengsl voru á milli leikmanna liðanna og nokkrir þeirra ákváðu að semja um úrslit leiksins.

„Á einhverjum tímapunkti sammæltust hópar hjá báðum liðum að bónusarnir sem fengust fyrir að sigra leiki, að við myndum fá þá ef þeir myndu vinna. Í staðinn myndum við ekki leika til sigurs í þessum leik. Ég var aldrei upplýstur um málið þar sem þeim fannst aldrei ástæða til að upplýsa tvítugan Íslending um það að planið væri að vinna ekki leikinn."

Lárus gerði sitt besta í leiknum. Hann hefði átt að fá vítaspyrnu snemma leiks sem dómarinn sleppti á ótrúlegan hátt. Lárus náði að valda usla í vörn Standard Liege í leiknum en á endanum tapaði Genk. Í Miðjunni segist Lárus hafa tekið á móti mútugreiðslum eftir leikinn.

„Einhverjum tíma seinna kemur upp úr kafinu að þarna fóru greiðslur á milli manna. Standard Liege hafði borgað okkur bónusgreiðslur fyrir að vinna ekki þennan leik. Þetta varð stórmál í Belgíu og leikmenn beggja liða voru fluttir til Brussel þar sem við þurftum að ganga í gegnum yfirheyrslur. Þetta var meðhöndlað eins og glæpamál eins og þetta er. Mútumál er svívirðing við íþróttina," sagði Lárus.

Lárus fór í yfirheyrslu á ensku en sá sem yfirheyrði hann var ekki öflugur á enska tungu. „Það féllu strangir dómar í þessu máli en ég ásamt 1-2 öðrum voru sýknaðir. Leikmenn Standard og Genk fengu þunga dóma og voru dæmdir í 1-2 árs keppnisbann," sagði Lárus.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner