Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. mars 2020 21:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Salihamidzic hafa farið á leynifund vegna leikmanns Man City
Mynd: Getty Images
Sport Bild heldur því fram að leynifundur hafi verið haldinn í síðustu viku. Á þeim fundi á Hasan Salihimidzic, yfrmaður íþróttamála hjá Bayern Munchen, og LIAN Sports, umboðsskrifstofunnar sem mun sjá um öll mál Leroy Sane frá og með 1. apríl.

Samkvæmt Bild hefur Salihamidzic verið í sambandi við LIAN Sports í lengri tíma og er stefnt á að Leroy Sane verði aðalskotmark Bayern í sumar.

Bayern er sagt vilja bjóða Sane gífurlega góðan samning og City 100 milljónir evra fyrir þýska landsliðsmanninn.

Sane hefur ekkert leikið á þessari leiktíð vegna meiðsla en hann gekk í raðir City frá Schalke árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner