Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Veigar Páll: Hefði flutt til Noregs ef FH hefði unnið
Veigar Páll rekinn af velli árið 2014.
Veigar Páll rekinn af velli árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið þennan leik þá hefði ég flutt rakleiðis aftur til Noregs," segir Veigar Páll Gunnarsson um rauða spjaldið sem hann fékk fyrir að sló Hólmar Örn Rúnarsson, leikmann FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2014.

Veigar sagði þetta í Sportinu á Stöð 2 Sport í gær en þar var verið að rifja upp leik FH og Stjörnunnar árið 2014. Stjarnan vann ævintýralegan 2-1 sigur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið voru taplaus fyrir þennan leik í lokaumferð deildarinnar.

Veigar Páll fékk að líta rauða spjaldið eftir tæpan klukkutíma en hann sló þá Hólmar Örn. Staðan var 1-0 fyrir Stjörnunni þegar atvikið átti sér stað en FH jafnaði skömmu síðar. Ólafur Karl Finsen skoraði síðan sigurmarkið í viðbótartíma. Veigar tjáði sig um rauða spjaldið í gær en hann segist skammast sín fyrir að hafa slegið Hólmar.

„Hann (Hólmar) sagði fullt af ljótum hlutum við mig og náði að komast í mínar fínustu. Það var vel gert hjá honum. Engu að síður er þetta það augnablik sem ég skammast mín mest fyrir á mínum ferli. Mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævi minni," sagði Veigar á Stöð 2 Sport í gær.

Sjá einnig:
Kiddi Jak um vítið örlagaríka: Aldrei nein spurning um brot
Frá óreglu í Íslandsmeistaratitil á einu ári (Viðtal við Ólaf Karl Finsen)
Athugasemdir
banner
banner
banner