Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 18. apríl 2019 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Pedro og Lacazette bestir
Mynd: Getty Images
Arsenal og Chelsea komust áfram í undanúrslit Evrópueildarinnar fyrr í kvöld þegar þau lögðu Napoli og Slavia Prag að velli.

Chelsea komst í 4-1 gegn Slavia Prag í fyrri hálfleik en gestirnir frá Tékklandi skoruðu tvö með stuttu millibili í síðari hálfleik og lokatölur 4-3, 5-3 samanlagt.

Alexandre Lacazette gerði eina mark leiksins í Napolí beint úr aukaspyrnu og vann Arsenal samanlagt 3-0.

Enskir fjölmiðlar gáfu leikmönnum einkunnir að leikslokum og er hægt að sjá samantektina hér fyrir neðan.

Lacazette, Sead Kolasinac og Ainsley Maitland-Niles voru bestu menn Arsenal í kvöld en það kemur á óvart að Petr Cech fái ekki hærri einkunn. Pedro var bestur í liði Chelsea enda skoraði hann tvennu og gerði næstum þriðja, það var skráð sem sjálfsmark.

Lorenzo Insigne og Arkadiusz Milik, framherjar Napoli, voru verstir í kvöld.

Napoli: Meret (6), Maksimovic (6), Chiriches (6), Koulibaly (7), Ghoulam (6), Callejon (6), Allan (6), F.Ruiz (6), Zielinski (6), Milik (5), Insigne (5)
Varamenn: Mertens (6), Younes (6), Mario Rui (6)

Arsenal: Cech (7), Sokratis (7), Koscielny (7), Monreal (7), Maitland-Niles (8), Torreira (7), Xhaka (7), Kolasinac (8), Ramsey (7), Aubameyang (7), Lacazette (8)
Varamenn: Elneny (6), Mkhitaryan (6), Iwobi (6)
Maður leiksins: Alexandre Lacazette

Chelsea: Arrizabalaga (6), Azpilicueta (6), Luiz (6), Christensen (6), Emerson (6), Kante (6), Barkley (6), Kovacic (6), Hazard (6), Pedro (8), Giroud (7)
Varamenn: Willian (6), Jorginho (6)

Slavia Prag: Kolar (6), Ngadeu-Ngadjiu (6), Kudela (5), Boril (6), Deli (5), Zmrhal (6), Soucek (7), Sevcik (8), Traore (6), Kral (6), Masopust (6)
Varamenn: Olayinka (6), Stoch (5)
Maður leiksins: Pedro
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner