Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton meðal félaga sem gætu notað upptökur í stað áhorfenda
Mynd: Getty Images
Enski boltinn gæti farið aftur af stað í sumar en ef það gerist er ljóst að lítið sem ekkert af áhorfendum mega mæta á leikinn til að forðast smithættu vegna kórónuveirunnar.

Líklegast er að leikið verði fyrir luktum dyrum og eru úrvalsdeildarfélög að velta því fyrir sér hvort upptökur geti fyllt í skarð áhorfenda.

Stór partur af fegurð knattspyrnunnar eru stuðningsmenn og stemningin sem þeir skapa á vellinum. Án stemningarinnar er fótbolti á svona háu stigi orðinn skrýtinn, bæði fyrir áhorfendur og leikmenn sjálfa.

The Times greinir frá því að Brighton sé meðal félaga sem eru að íhuga þessa lausn. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem upptökur eru notaðar til að bæta stemningu í enska boltanum. Manchester City, Tottenham og West Ham eru meðal félaga sem hafa nýtt þessa tækni á undanförnum árum.
Athugasemdir
banner