Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. apríl 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund að bjóða Sancho bættan samning
Framtíðin getur verið ansi björt hjá Dortmund ef félaginu tekst að halda í þessa tvo.
Framtíðin getur verið ansi björt hjá Dortmund ef félaginu tekst að halda í þessa tvo.
Mynd: Getty Images
Bild heldur því fram að Borussia Dortmund sé að undirbúa samningstilboð fyrir einn af sínum bestu leikmönnum, ungstirnið Jadon Sancho.

Sancho er aðeins tvítugur en er búinn að skora fjórtán mörk og leggja upp sextán í 23 leikjum á þýska deildartímabilinu.

Helstu lið enska boltans hafa mikinn áhuga á Sancho og hefur hann verið orðaður við Manchester United og Chelsea meðal annars.

Í tilraun sinni til að halda Sancho mun Dortmund bjóða honum tíu milljónir evra í árslaun, sem gera tæplega 200 þúsund evrur á viku.

Dortmund er í öðru sæti þýsku deildarinnar sem stendur, með 51 stig eftir 25 umferðir, fjórum stigum eftir toppliði FC Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner