Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. apríl 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
FOX Sports borgar sjónvarpssamninginn í Hollandi
Mynd: FOX Sports
Það telst afar ólíklegt að hollenska deildartímabilinu verði lokið enda eru flest félög efstu deildar sammála um að binda enda á núverandi leiktíð og hefja undirbúning fyrir þá næstu.

Hollenska deildin gæti þó sætt refsingum frá evrópska knattspyrnusambandinu ef hún hættir án samþykkis frá stjórn UEFA.

Í þessari óvissu hefur FOX Sports, sem á sjónvarpsréttindin á hollenska boltanum, ákveðið að borga síðasta fjórðung sjónvarpssamningsins þó leikirnir verði líklega ekki spilaðir.

Algemeen Dagblad greinir frá þessu og bætir því við að upphæðin nemi 20 milljónum evra.

Topplið Ajax fær hæstu sjónvarpstekjurnar, eða 2,58 milljónir evra, og koma PSV Eindhoven og Feyenoord næst á eftir með 2,32 og 2,05 milljónir fyrir síðasta fjórðung tímabilsins.

Félög á borð við VVV-Venlo, Sparta Rotterdam, FC Emmen, Fortuna Sittard og RKC Waalwijk fá um hálfa milljón.
Athugasemdir
banner
banner
banner