Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. apríl 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gamla markið: Butt skoraði úr víti og fékk mark á sig frá miðju
Butt varði mark Leverkusen í sex ár. Hann lék þó aðeins fjóra A-landsleiki enda í baráttu við Oliver Kahn og Jens Lehmann um byrjunarliðssæti.
Butt varði mark Leverkusen í sex ár. Hann lék þó aðeins fjóra A-landsleiki enda í baráttu við Oliver Kahn og Jens Lehmann um byrjunarliðssæti.
Mynd: Getty Images
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag förum við sextán ár aftur í tímann og rifjum upp skrautlegt atvik sem átti sér stað í þýska boltanum 17. apríl 2004.

Bayer Leverkusen heimsótti þar Schalke í stórleik og var staðan 1-2 fyrir gestina þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu.

Markvörðurinn Hans-Jörg Butt var vítaskytta liðsins og skoraði úr spyrnunni. Hann fagnaði dátt með liðsfélögunum, svo dátt að hann heyrði ekki í dómaraflautunni og sneri baki í boltann.

Heimamenn í Schalke nýttu sér það og skoraði Mike Hanke frá miðju. Staðan var því orðin 2-3 á 77. mínútu en meira var ekki skorað. Bernd Schneider og Dimitar Berbatov gerðu hin tvö mörk Leverkusen í leiknum.

Tímabilið 2003-04 var ansi skrautlegt í Þýskalandi þar sem Werder Bremen varð meistari. Leverkusen endaði í þriðja sæti og Schalke í því sjöunda.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í „gamla markið"

On this day in 2004 Leverkusen goal keeper Hans Jörg Butt scored a penalty and then immediately conceded a goal while still celebrating because Schalke's Mike Hanke scored directly from kick-off. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner