Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iniesta hefur rætt við Xavi um að gerast þjálfari
Setien, Griezmann og De Jong þurfa tíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta gaf ítarlegt viðtal við Marca í gær og ræddi meðal annars um mögulega framtíð sína í þjálfun.

Hann segir að Xavi, fyrrum liðsfélagi sinn hjá Barcelona og spænska landsliðinu og núverandi þjálfari Al Sadd, sé að hvetja sig áfram til að prófa þjálfun.

„Ég tala mikið við Xavi og ég hef rætt við hann um að gerast þjálfari. Hann er ánægður með að vera þjálfari og hvetur mig til að prófa það líka. Ég er ánægður fyrir hans hönd og kannski gæti ég komið mér í svipaða stöðu í framtíðinni," sagði Iniesta, sem var einnig spurður út í Ronaldinho sem var lokaður í fangelsi í Paragvæ í rúman mánuð. Honum var sleppt úr haldi fyrir ellefu dögum.

„Ég hef ekki talað við hann nýlega. Það gerir mig sorgmæddan að fylgjast með þessu máli en ég vona að þetta endi allt vel."

Iniesta var svo spurður út í nýja heimildarmynd sem hann er að gefa út ásamt Rakuten TV, Quique Setien sem er nýtekinn við Barca og nýju leikmenn félagsins sem eiga eftir að finna taktinn, þá Frenkie de Jong og Antoine Griezmann.

„Ég er mjög ánægður með þessa heimildarmynd, það var lögð mikil vinna í hana. Ég hafði alltaf haft þessa hugmynd og eftir að ég flutti til Japan varð hún að veruleika þökk sé Rakuten TV.

„Þjálfarinn (Setien) er með mjög skýrar hugmyndir en hann hefur bara fengið tólf leiki við stjórnvölinn. Það er ekki nóg til að gefa sanngjarna greiningu á hans starfi. Hann þarf meiri tíma.

„Griezmann og De Jong eru báðir góðir leikmenn en þeir þurfa meiri aðlögunartíma. Ég efast ekki um að þeir muni báðir festa sig í sessi sem mikilvægir hlekkir í liðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner