Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. apríl 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Janssen segir mexíkósku deildina vera betri en þá hollensku
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Vincent Janssen skrifaði undir fimm ára samning við mexíkóska félagið Monterrey síðasta sumar. Honum líður vel í Mexíkó og sagði í viðtali við VTBL að hann telur mexíkósku deildina vera sterkari heldur en þá hollensku.

Hann hjálpaði Monterrey að vinna mexíkósku deildina í fyrra með því að skora fimm mörk í nítján leikjum. Það var fyrsti deildartitillinn á ferli Janssen en hann segir afrekið alls ekki hafa verið auðvelt í framkvæmd. Á þessu ári hefur Janssen ekki tekist að skora deildarmark í sjö tilraunum.

„Ég hef upplifað frábæra hluti hér í Mexíkó. Við urðum meistarar í desember og það var einstakt að koma í nýtt land og vera búinn að vinna deildina fimm mánuðum síðar," sagði Janssen.

„Mexíkóska deildin er mjög góð, hún er betri heldur en efsta deild í Hollandi. Það er mín skoðun. Í hollenska boltanum er mikið af leikmönnum sem koma frá þessum slóðum en hér í Mexíkó er ég einn af tveimur leikmönnum frá Evrópu.

„Leikstíllinn hér er allt öðruvísi heldur en í Evrópu. Það eru miklir gæðaleikmenn sem spila í þessari deild, landsliðsmenn frá til dæmis Argentínu, Kólumbíu og Mexíkó. Þetta er ekki sami fótbolti og við erum vanir í Hollandi, hér skiptir líkamsstyrkur meira máli og leikirnir eru kaflaskiptari."


Janssen er 25 ára gamall og á leiki að baki fyrir AZ Alkmaar, Tottenham og Fenerbahce. Hjá AZ raðaði Janssen inn mörkunum en síðan þá hefur hann átt í erfiðleikum með markaskorun.

Hann á sautján A-landsleiki að baki og hefur skorað sjö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner