Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 18. apríl 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
KSÍ flýtir fyrir greiðslum til að koma til móts við aðildarfélög
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Knattspyrnusamband Íslands vinnur hörðum höndum að því að koma til móts við aðildarfélög sem eiga í fjárhagsörðugleikum vegna kórónuveirunnar.

Sambandið hefur ákveðið að flýta fyrir greiðslu á 75% af framlagi til aðildarfélaga vegna barna- og unglingastarfs, sem er venjulega greitt að hausti.

KSÍ lagði upphæðina á viðskiptareikning aðildarfélaga í gær, 17. apríl, og ítrekaði að peningurinn skuli renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins.

Af vef KSÍ
Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og skulu félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) framvegis sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína og skal það gert fyrir 31. desember 2020.

Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.

Rétt er að taka fram að þegar um samstarfsfélög er að ræða þá hljóta þau félög er að því samstarfi standa styrk ef þau sinna barna- og unglingastarfi.

Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga (annarra en félaga í Pepsi Max-deild karla). 

Pepsi Max deild kvenna og 1. deild karla og kvenna
Afturelding - 1.800.000
Fram - 1.800.000
Grindavík - 1.800.000
Haukar - 1.800.000
ÍBV - 1.800.000
Leiknir F. - 1.800.000
Leiknir R. - 1.800.000
Keflavík - 1.800.000
Selfoss - 1.800.000
Tindastóll - 1.800.000
Vestri - 1.800.000
Víkingur Ó. - 1.800.000
Völsungur - 1.800.000
Þór - 1.800.000
Þróttur R. - 1.800.000

2.deild karla
Dalvík/Reynir - 1.125.000
KF - 1.125.000
ÍR - 1.125.000
Njarðvík - 1.125.000
Víðir - 1.125.000
Þróttur V - 1.125.000

Félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna
Einherji - 750.000
Höttur/Huginn - 750.000
Reynir S. - 750.000
Ægir - 750.000
Álftanes - 750.000
Hamar - 750.000
KFR - 750.000
Skallagrímur - 750.000
Sindri - 750.000

Sameiginleg lið í meistaraflokki með barna og unglingastarf
Austri - 450.000
Valur Rfj - 450.000
Þróttur N. - 450.000
Hvöt - 450.000
Kormákur - 450.000
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner