banner
   lau 18. apríl 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Þróttur lagði Barcelona í úrslitaleiknum
Halldór Arnar Hilmisson gerði sigurmarkið í Brussel.
Halldór Arnar Hilmisson gerði sigurmarkið í Brussel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 3 - 2 Barcelona
0-1 Ivan Rakitic ('10)
1-1 Heiðar Helguson ('30)
1-2 Ousmane Dembele ('50)
2-2 Oddur Björnsson ('55)
3-2 Halldór Arnar Hilmisson ('75)

Hörður Magnússon, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, og Halldór Gylfason, leikari, lýstu fjörugum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld þar sem Þróttur R. og Barcelona áttust við í sýndarleik í Brussel.

Úr varð hin mesta skemmtun þar sem Þróttur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lent undir í tvígang.

Ivan Rakitic kom Börsungum yfir snemma leiks en Heiðar Helguson jafnaði fyrir leikhlé.

Ousmane Dembele kom Barca yfir á nýjan leik en Oddur Björnsson var snöggur að jafna.

Halldór Hilmisson gerði svo sigurmark Þróttara á 75. mínútu og tryggði þannig sögulegan sigur.

Höddi og Gústi ærðust af gleði í sjónvarpsverinu, enda ekki á hverjum degi sem Þróttur vinur Evrópubikar. Hægt er að sjá leikinn í heild sinni með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner